Hagnýtar upplýsingar
Aldurstengd réttindi
Réttindi sjóðfélaga til lífeyris eru reiknuð í krónum og ráðast réttindi af því iðgjaldi sem greitt er í lífeyrissjóðinn hverju sinni.
Þannig fá yngri sjóðfélagar meiri réttindi en eldri sjóðfélagar fyrir sama iðgjald, því iðgjaldið er verðmætara eftir því sem það ávaxtast lengur í sjóðnum. Aldurstenging réttindanna tryggir jafnræði sjóðfélaga í réttindaávinnslu yfir starfsævina.
Aldur | Lífeyrisréttindi | Aldur | Lífeyrisréttindi | Aldur | Lífeyrisréttindi |
---|---|---|---|---|---|
16 | 3.108 | 34 | 1.421 | 52 | 961 |
17 | 3.004 | 35 | 1.375 | 53 | 948 |
18 | 2.882 | 36 | 1.332 | 54 | 937 |
19 | 2.739 | 37 | 1.293 | 55 | 925 |
20 | 2.602 | 38 | 1.257 | 56 | 913 |
21 | 2.474 | 39 | 1.223 | 57 | 901 |
22 | 2.354 | 40 | 1.193 | 58 | 889 |
23 | 2.243 | 41 | 1.164 | 59 | 877 |
24 | 2.138 | 42 | 1.138 | 60 | 866 |
25 | 2.041 | 43 | 1.115 | 61 | 853 |
26 | 1.950 | 44 | 1.093 | 62 | 839 |
27 | 1.865 | 45 | 1.072 | 63 | 825 |
28 | 1.787 | 46 | 1.053 | 64 | 810 |
29 | 1.714 | 47 | 1.035 | 65 | 795 |
30 | 1.646 | 48 | 1.018 | 66 | 774 |
31 | 1.582 | 49 | 1.002 | 67 | |
32 | 1.525 | 50 | 987 | 68 | |
33 | 1.471 | 51 | 973 | 69 |
Jöfn réttindi
Réttur til að greiða iðgjald í jafna réttindaávinnslu miðast við 10% af launum ársins 2003 fært til verðlags í dag.
Sjóðfélagar sem voru 25 ára og eldri þann 1. júní 2005 þegar Gildi – lífeyrissjóður hóf starfsemi sína og áttu réttindi í sjóðnum í árslok 2004, er heimilt að greiða iðgjald í jafna réttindaávinnslu, allt að tilteknu hámarki (viðmiðunariðgjaldi), í jafn marga mánuði og viðkomandi hafði greitt iðgjöld til sjóðsins fyrir 42 ára aldur í árslok 2004. Hafi sjóðfélagi hins vegar greitt iðgjöld lengur en 5 ár á umræddu tímabili á hann rétt á að greiða allt að viðmiðunariðgjaldi í jafna réttindaávinnslu til 67 ára aldurs.
Iðgjald sjóðfélaga frá og með 1. júní 2005 sem færist í jafna réttindaávinnslu, svokallað viðmiðunariðgjald, getur hæst orðið jafnhátt 10% iðgjaldi sjóðfélagans vegna ársins 2003 fært til verðlags í dag eða síðasta almanaksárið þar á undan sem iðgjald barst sjóðnum hans vegna. Iðgjald umfram verðbætt viðmiðunariðgjald færist í aldurstengda ávinnslu.
Skipting ellilífeyris
Sjóðfélagi og maki geta gert samning um gagnkvæma skiptingu ellilífeyrisréttinda. Samning um slíka skiptingu þegar áunninna réttinda þarf að gera áður en taka lífeyris hefst og fyrir 65 ára aldur þeirra sem samninginn gera. Skiptingin nær einungis til réttinda sem hafa myndast á meðan staðfest sambúð eða hjónaband hefur varað.
Nánari upplýsingar um skiptingu ellilífeyris má finna hér.
Við ráðleggjum þér að hafa samband við ráðgjafa hjá lífeyrissjóðnum þínum til að meta hvort slíkur samningur hentar þér og þínum maka.
Lífeyrir almannatrygginga
Almannatryggingar greiða elli-, örorku- og barnalífeyri eins og lífeyrissjóðirnir. Þó er sá munur á að lífeyrir almannatrygginga er ekki háður tekjum á starfsævinni heldur eingöngu búsetu í landinu og ekki eru greidd iðgjöld beint til almannatrygginga heldur eru lífeyrisgreiðslur þeirra fjármagnaðar úr ríkissjóði.
Vefur Tryggingastofnunar