Hagstæð húsnæðislán
Allir sem greitt hafa iðgjöld í samtryggingu eða séreign hjá Gildi eiga rétt á að sækja um lán. Lánin eru með þeim hagstæðustu á markaðnum og geta sjóðfélagar valið á milli nokkurra mismunandi leiða eftir því hvað hentar hverjum og einum. Ekkert uppgreiðslugjald er á lánunum og hægt að greiða þau upp hvenær sem er. Nánari upplýsingar getur að líta í lánareglum sjóðsins.