Gildi merki

Nýliði á vinnumarkaði

Það felst margt fleira í því að byrja á vinnumarkaði en bara að fá greidd laun. Eitt af því er að greiða í lífeyrissjóð en það þurfa allir að gera frá 16 ára aldri til sjötugs. Tilgangur lífeyrissjóða er að tryggja sjóðfélögum ellilífeyri til æviloka og verja þá og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku og andláts.

Iðgjald í lífeyrissjóð skal að lágmarki nema 12% af heildarlaunum. Launþegi leggur til 4% og vinnuveitandi að minnsta kosti 8%. Ef kjara- eða ráðningarsamningur kveður á um aðild að tilteknum lífeyrissjóði er óheimilt að greiða í aðra sjóði. Vinnuveitandi sér um að iðgjald þitt í lífeyrissjóð skili sér.

Með því að greiða í lífeyrissjóð byggir þú upp réttindi til að fá ellilífeyri greiddan frá 60 ára aldri ef þú kýst svo. Jafnframt er lífeyrissjóðurinn nokkurs konar bakhjarl sem hægt er að stóla á ef lífið tekur óvænta stefnu. Þannig tryggir þú þig og fjölskylduna fyrir áföllum eins og vinnutapi vegna örorku af völdum slyss eða veikinda. Þá geta maki og börn átt rétt á greiðslum úr lífeyrissjóðnum þínum ef þú fellur frá.

 

Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki