Gildi merki

Breytingar í starfi

Þegar þú skiptir um vinnu kann aðild þín að lífeyrissjóði einnig að breytast. Í mörgum kjara- eða ráðningarsamningum er kveðið á um aðild að tilteknum lífeyrissjóði. Ef ekki er um slíkt að ræða má viðkomandi velja sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur þeirra leyfa.

Þetta á þó ekki við um séreignarsparnað sem er á ábyrgð hvers og eins. Þú þarft því að hafa samband við vörsluaðila til að tryggja að séreignargreiðslur haldi sér á milli vinnuveitenda. Mjög mikilvægt er að tryggja að greitt sé áfram í séreignarsparnað enda eitt hagstæðasta sparnaðarform sem völ er á og jafngildir í reynd 2% launahækkun vegna mótframlags vinnuveitanda.

Hafir þú ekki þegar hafið söfnun séreignarsparnaðar er skynsamlegt að gera slíkt hið fyrsta.

Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki