Gildi merki
  • Iðgjöld
  • Rafræn skil á iðgjöldum
Rafræn skil á iðgjöldum

Gildi-líf­eyr­is­sjóð­ur legg­ur áherslu á að ið­gjöld­um sé skil­að á ra­f­ræn­an hátt bæði til ör­ygg­is og ein­föld­un­ar. Ætl­un­in er að öll slík skil verði ra­f­ræn hjá sjóðn­um hið fyrsta og því ósk­ar Gildi eft­ir að launa­greið­end­ur til­einki sér þau.

Hægt er að senda inn skilagrein­ar beint úr launa­kerf­um eða skrá inn skilagrein­ar á launa­greið­enda­vef á heima­síðu sjóðs­ins. Við vilj­um benda launa­greið­end­um á að í hand­bók­um launa­kerfa eiga að vera greina­góð­ar upp­lýs­ing­ar um upp­setn­ingu á send­ingu ra­f­rænna skilagreina. Einnig veita flest hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki að­stoð ef þörf er á vegna slíkra send­inga úr launa­kerf­um.

Launa­greið­end­ur verða að hafa veflyk­il til að geta sent skilagrein­ar ra­f­rænt. Hægt er að sækja um hann í gegn­um launa­greið­enda­vef­inn.

Bókarar geta sent inn skilagreinar fyrir alla viðskiptavini sína á sama veflyklinum. Nánari upplýsingar veita starfsmenn iðgjaldadeildar Gildis. Vinsamlega hafið samband í síma 515 4700 eða sendið tölvupóst á netfangið gildi@gildi.is.

  • Ávinningur launagreiðenda af rafrænum skilagreinum
    • Sparar bæði fé og tíma þar sem ekki þarf að senda skilagreinar í pósti eða á faxi.
    • Aukið öryggi því ekki þarf að skrá aftur þær upplýsingar sem koma frá launakerfinu.
    • Einfaldari og fljótlegri umsýsla því rafræn krafa, sem hægt er að greiða í gegnum hvaða heimabanka sem er, myndast í bankanum um leið og skilagrein er send til sjóðsins.
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki