Samhliða innheimtu lífeyrisiðgjalda sér Gildi um að innheimta stéttarfélagsgjöld fyrir þrjú félög.
Atvinnurekendum sem tengjast kjarasamningum neðangreindra félaga á almenna vinnumarkaðnum ber að greiða félagsgjöld af launum starfsmanna sinna og iðgjöld til sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóða viðkomandi stéttarfélags, samhliða greiðslu í lífeyrissjóð.
Félag | Númer félags | Félagsgj. | Sjúkrasj. | Orlofssj. | Fræðslusj. |
---|---|---|---|---|---|
Efling – stéttarfélag | 112 | 0,7% | 1% | 0,25% | 0,30% |
Verkalýðsfélagið Hlíf | 115 | 1,0% | 1% | 0,25% | 0,30% |
Félag hársnyrtisveina | 467 | 0,9% | 1% | 0,25% | 0,50% |
Nánari upplýsingar um mótframlag atvinnurekenda vegna kjarasamninga sem Efling á aðild að getur að líta á vef stéttarfélagsins.