Gildi merki
  • Iðgjöld
  • Helstu upplýsingar
Helstu upplýsingar

Launagreiðandi ber ábyrgð á að iðgjöld skili sér til hlutaðeigandi sjóðs; 4% frá launþega og 8% eða meira eftir atvikum frá launagreiðanda. Alls 12% að lágmarki af heildarlaunum hvers og eins.

Til að tryggja rétt skil þarf viðkomandi að bera saman launaseðla sína og greiðsluyfirlit frá lífeyrissjóðnum. Verði einhver misbrestur á geta lífeyrisréttindi glatast. Greiðslur í lífeyrissjóð hefjast í næsta mánuði eftir 16 ára afmæli og lýkur í þeim mánuði sem 70 árin eru fyllt.

  • Endurgreiðsla iðgjalda til erlendra ríkisborgara

    Gildi-lífeyrissjóður endurgreiðir ekki iðgjöld til erlendra ríkisborgara.

    Í samþykktum Gildis er að finna heimild til endurgreiðslu sjóðfélaga utan EES (grein 16.1) en samkvæmt ákvörðun stjórnar Gildis frá árinu 2013 er hún ekki nýtt. Með því er tryggt að allir sjóðfélagar sitja við sama borð. Allir sjóðfélagar geta hafið töku ellilífeyris við 60 ára aldur eða fengið greiddan örorkulífeyri ef slys eða veikindi skerða starfsgetu. Makar og börn eiga ennfremur rétt á maka- eða barnalífeyri við fráfall sjóðfélaga.

  • Aukið mótframlag vinnuveitanda

    Samkvæmt kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og fleiri við Samtök atvinnulífsins, frá 21. janúar 2016, hækkaði mótframlag launagreiðanda í 11,5% í þremur skrefum.

    1. júlí 20161. júlí 20171. júlí 2018
    Launþegi greiðir4,0%4,0%4,0%
    Mótframlag8,5%10,0%11,5%
    Samtals iðgjöld12,5%14,0%15,5%
  • Stéttarfélagsgjöld

    Samhliða innheimtu lífeyrisiðgjalda sér Gildi um að innheimta stéttarfélagsgjöld fyrir þrjú félög.

    Atvinnurekendum sem tengjast kjarasamningum neðangreindra félaga á almenna vinnumarkaðnum ber að greiða félagsgjöld af launum starfsmanna sinna og iðgjöld til sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóða viðkomandi stéttarfélags, samhliða greiðslu í lífeyrissjóð.

    FélagNúmer félagsFélagsgj.Sjúkrasj.Orlofssj.Fræðslusj.
    Efling – stéttarfélag1120,7%1%0,25%0,30%
    Félag hársnyrtisveina*4670,8%1%0,25%0,50%
    *Félagsgjöld Félags hársnyrtisveina lækkuðu úr 0,9% í 0,8% þann 1. janúar 2022. 

    Nánari upplýsingar um mótframlag atvinnurekenda vegna kjarasamninga sem Efling á aðild að getur að líta á vef stéttarfélagsins.

    Ath. að Gildi sá um tíma um að innheimta stéttarfélagsiðgjöld fyrir Verkalýðsfélagið Hlíf . Félagið hefur nú sjálft tekið við innheimtunni og launagreiðendur eru beðnir um að leita beint til Hlífar varðandi öll iðgjöld. Ath. að það á einnig við um eldri iðgjöld og skuldir!

  • Endurhæfingarsjóður

    Öllum launagreiðendum, þar með taldir sjálfstæðir atvinnurekendur og þeir sem standa utan stéttarfélaga, ber lögum samkvæmt að greiða 0,10% af heildarlaunum starfsmanna í VIRK starfsendurhæfingarsjóð. Standa ber skil á iðgjaldinu til þess lífeyrissjóðs sem lífeyrissjóðsiðgjaldið er greitt til.

    SjóðurNúmer sjóðsGjald
    VIRK starfsendurhæfingarsjóðurR2000,10%
  • Séreign

    Launþegar sem ganga frá samningi um séreignarsparnað og láta draga af launum sínum 2-4% eiga rétt á 2% mótframlagi frá launagreiðanda samkvæmt flestum kjarasamningum.

  • Bankakröfur

    Hægt er að láta kröfu stofnast í netbanka eftir að skilagrein hefur verið send til Gildis. Það gerist þó ekki fyrr en skilagreinin hefur verið yfirfarin. Ef misræmi kemur í ljós stofnast krafan samkvæmt yfirfarinni skilagrein!

    Ath. að launagreiðandi ber ábyrgð á greiðslu iðgjalda til sjóðsins. Það á einnig við þrátt fyrir að krafa stofnist ekki í netbanka eða falli þar niður.

    Ef iðgjöldin eru greidd eftir eindaga reiknast dráttarvextir.

    Ef eldri iðgjöld eru í vanskilum þá gildir eftirfarandi:
    1. Séu eldri iðgjöld í vanskilum (en hafa ekki verið send til löginnheimtu) er greiðslu á bankakröfu ráðstafað inn á eldri iðgjöld. Fyrst til greiðslu áfallins kostnaðar og dráttarvaxta og síðan inn á höfuðstól eins og til fellur.
    2. Séu eldri iðgjöld í vanskilum og þau komin í löginnheimtu þegar bankakrafa er greidd, er greiðslu ráðstafað inn á eldri vanskil svo sem greinir í 1. tölulið séu slík vanskil til staðar, en annars inn á iðgjöld samkvæmt viðkomandi bankakröfu/skilagrein. Gildi-lífeyrissjóði er þó ávallt heimilt að ráðstafa greiðslunni til lækkunar á kröfu sem sætir löginnheimtu, sbr. nánar gr. 9.10. í samþykktum Gildis-lífeyrissjóðs.
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Almennur opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga 09:00 – 16:00

Föstudaga 09:00 – 15:00

Símatími lífeyris-, lána-,
séreignar- og iðgjaldadeildar

Mánudaga – föstudaga 09:00 – 15:00

Sími
515 4700

Netfang
gildi@gildi.is

Kennitala
561195 2779

Póstlisti Gildi
Afþakka pappír

Gildi fyrirmyndar fyrirtæki