Aðalfundur HB Granda 2019
Aðalfundur HB Granda hf. árið 2019 var haldinn föstudaginn 29. mars í aðalstöðvum félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík.
Dagskrárliður | Lagt fram af | Afgreiðsla* |
---|---|---|
Staðfesting ársreiknings | Stjórn | Samþykkt |
Tillaga um greiðslu arðs | Stjórn | Samþykkt |
Tillaga að starfskjarastefnu | Stjórn | Samþykkt |
Tillaga um þóknun til stjórnarmanna | Stjórn | Samþykkt |
Kosning stjórnar | Sjálfkjörið | |
Kosning endurskoðenda | Stjórn | Samþykkt |
Tillaga um kaup á eigin bréfum** | Samþykkt** | |
Tillaga um að koma á tilnefningarnefnd*** | Stjórn | Frestað*** |
*Afgreiðsla fulltrúa Gildis á fundinum. Niðurstaða fundar gæti verið önnur.
**Tillaga um kaup á eigin bréfum: Fulltrúi Gildis á fundinum lagði fram breytingatillögu. Fulltrúar Útgerðarfélags Reykjavíkur lögðu í framhaldi fram aðra breytingatillögu. Eftir meðferð fundarins á framlögðum tillögum var lögð fram ný sem að lokum var samþykkt.
***Tillaga um að koma á tilnefningarnefnd: Stjórn lagði fram breytingartillögu um frestun á upptöku tilnefningarnefndar um eitt ár stjórn og að stjórn félagsins leggi fram skýrslu til hluthafa um starfsemi tilnefningarnefnda og reynslu annara hlutafélaga af starfsemi slíkra nefnda.