02. mars 2022
Breytingar á vaxtakjörum sjóðfélagalána
Stjórn Gildis hefur ákveðið að lækka verðtryggða vexti sjóðsins en hækka óverðtryggða vexti.
Breytilegir verðtryggðir vextir lækka um 10 punkta og verða vextir gunnlána þá 1,60% og viðbótarlána 2,35%. Fastir verðtryggðir vextir lækka um 20 punkta og verða vextir grunnlána þá 2,80% og viðbótarlána 3,55%. Breytingarnar taka gildi 5. mars næstkomandi.
Breytilegir óverðtryggðir vexti munu hins vegar hækka um 45 punkta þann 5. apríl næstkomandi. Vextir óverðtryggðra grunnlána Gildis verða eftir breytinguna 4,50% og viðbótarlána 5,25%.
Eftir að allar breytingar hafa tekið gildi mun vaxtatafla sjóðsins líta svona út:
Grunnlán | Viðbótarlán | |
---|---|---|
Óverðtryggð (breytilegir vextir) | 4,50% | 5,25% |
Verðtryggð (fastir vextir) | 2,80% | 3,55% |
Verðtryggð (breytilegir vextir) | 1,60% | 2,35% |