Gildi merki
01. April 2020

Úrræði og upplýsingar vegna COVID-19

Lokað er fyrir allar heimsóknir viðskiptavina á skrifstofur Gildis vegna útbreiðslu Covid-19 en starfsfólk sinnir áfram verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga. Á meðan á þessari lokun stendur hvetur Gildi sjóðfélaga til að nýta rafræna þjónustu og leita upplýsinga í síma.

Sjóðfélagar geta nálgast upplýsingar um réttindi sín hjá sjóðnum, stöðu lána og fleira á sjóðfélagavef og þar er einnig hægt að sækja um lífeyri, lán og aðra þá þjónustu sem Gildi býður upp á. Launagreiðendur geta fundið ýmiskonar upplýsingar um stöðu sína á launagreiðendavef.

Starfsfólk einstakra deilda svarar enn fremur fyrirspurnum sem berast í tölvupósti. Netföng deilda eru:

  • Lífeyrir: lifeyrir@gildi.is
  • Lán: lan@gildi.is
  • Séreignardeild: sereign@gildi.is
  • Iðgjöld: idgjold@gildi.is

Fyrirspurnir um önnur mál má senda á netfangið gildi@gildi.is

Vakin er athygli á að hægt er að koma pappírum til starfsfólks í póstkassa að Guðrúnartúni 1, en póstkassinn er merktur sjóðnum. Hægt er að ná í starfsfólk Gildis í síma 515-4700 frá 09.00 til 16.00 mánudaga til fimmtudaga og 09.00 til 15.00 á föstudögum.

Þau skjöl nauðsynlegt er að skrifa undir á pappír, svo sem lánaskjöl, eru nú send viðskiptavinum sjóðsins í pósti til undirritunar. Að undirritun lokinni þarf viðskiptavinurinn að koma þeim aftur til sjóðsins, annað hvort með því að senda skjölin í pósti eða skila þeim í póstkassann sem nefndur er hér að ofan.

 

Upplýsingar um lánamál

Eins og fram hefur komið mun Gildi koma til móts við þá sem tekið hafa lán hjá sjóðnum og sjá fram á erfiðleika við að standa í skilum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og verður svigrúm veitt eftir því sem lög og reglur heimila.

Nú er hægt að sækja um greiðslufrest á eftirfarandi hátt:

  • Rafræn umsókn (krefst rafrænna skilríkja). Veljið lán og „Umsókn um greiðslufrest“
  • PDF skjal. Fyllið út og sendið á netfangið lan@gildi.is

 

Vakin er athygli á að eftirfarandi kostnaður getur fylgt umsókn um greiðslufrest.

  • Skjalagerðargjald kr. 3.000
  • Veðbandayfirlit kr. 1.200
  • Þinglýsingargjald kr. 2.500
  • Sendingarkostnaður til Íslandsbanka kr. 950

Ath. að sjóðfélagar sem sjá fram á að geta greitt af lánum sínum eru hvattir til að gera það enda verður greiðslum aðeins frestað en þær falla ekki niður. Meðan á greiðslufresti stendur leggjast vextir ofan á höfuðstól sem þýðir að afborganir hækka þegar greiðslufresti lýkur.

Lánadeild Gildis veitir allar frekari upplýsingar. Netfangið er lan@gildi.is.

Sjóðfélagar eru beðnir um að sýna því skilning að afgreiðsla mála hjá lánadeild sjóðsins tekur lengri tíma en venjulega vegna mikils álags. Þetta á sérstaklega við um umsóknir um endurfjármögnun þar sem starfsfólk lánadeildar þarf að setja umsóknir um greiðslufrest og afgreiðslu lána vegna kaupa á fasteignum í forgang.

  • Gildi lækkar vexti og hækkar veðhlutfall27. Jan 2021
  • Gildi kallar eftir endurskoðun á reglum um yfirtökutilboð15. Dec 2020
  • Afgreiðslutími yfir jól og áramót14. Dec 2020
  • Umsóknarfrestur um sérstaka útgreiðslu séreignarsparnaðar að renna út10. Dec 2020
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Mondays – Thursdays 09:00 – 16:00

Fridays 09:00 – 15:00

Phone
515 4700

Email
gildi@gildi.is

Social Security Number
561195 2779

Póstlisti Gildi
Decline paper

Við notum vafrakökur. Ef þú heldur áfram að nota þessa síðu gerum við ráð fyrir að þú samþykkir notkunina.Ég samþykkiNánar