Gildi merki
15. December 2020

Gildi kallar eftir endurskoðun á reglum um yfirtökutilboð

Gildi-lífeyrissjóður hefur sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi þar sem kallað er eftir endurskoðun á ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti sem snúa að yfirtökum og yfirtökutilboðum. Aðstæður sem komið hafa upp á undanförnum misserum á íslenskum verðbréfamarkaði leiddu til þess að sjóðurinn tók til nánari skoðunar reglur íslenskra laga um yfirtöku og yfirtökutilboð og samanburð við sambærilegar reglur í nágrannaríkjunum. Naut sjóðurinn liðsinnis ADVEL lögmanna hvað þessa skoðun varðar.

Sú skoðun hefur leitt í ljós að heppilegt væri að mati sjóðsins að taka upp hér á landi reglur um endurtekna tilboðsskyldu sem fælu það í sér að ráðandi hluthafi eða hluthafahópur þyrfti að endurtaka yfirtökutilboð sé farið yfir 40% og 50% eignarhlutdeild takist ekki að fara yfir þau mörk í fyrra yfirtökutilboði. Dæmi eru um slíkar reglur í nágrannaríkjunum. Slíkt fyrirkomulag myndi auka réttarvernd minnihluta hluthafa til muna, til dæmis við þær aðstæður þegar ásættanlegt verð er ekki boðið fram í upphaflegu yfirtökutilboði eða þegar tilboðsgjafi lýsir því yfir í tengslum við yfirtökutilboð að ekki sé vilji til eignarhalds mikið umfram núgildandi mörk.

  • Bréf Gildis til fjármála- og efnahagsráðuneytisins
  • Minnisblað ADVEL lögmanna
  • Afgreiðslutími yfir jól og áramót14. Dec 2020
  • Umsóknarfrestur um sérstaka útgreiðslu séreignarsparnaðar að renna út10. Dec 2020
  • Óverðtryggðir vextir sjóðfélagalána lækka10. Dec 2020
  • Góð staða eftir fyrstu tíu mánuði ársins04. Dec 2020
Gildi merki

Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Hafnarstræti 9, 400 Ísafjörður

Mondays – Thursdays 09:00 – 16:00

Fridays 09:00 – 15:00

Phone
515 4700

Email
gildi@gildi.is

Social Security Number
561195 2779

Póstlisti Gildi
Decline paper

Við notum vafrakökur. Ef þú heldur áfram að nota þessa síðu gerum við ráð fyrir að þú samþykkir notkunina.Ég samþykkiNánar