Ábyrgar
fjárfestingar

Eignasafni Gildis er stýrt í samræmi við fjárfestingarstefnu sjóðsins hverju sinni, með það að markmiði að ná fram ákjósanlegri áhættudreifingu og ávöxtun til langs tíma. Áherslur Gildis sem leiðandi fjárfestis á íslenskum markaði eru m.a. aðgengilegar í hluthafastefnu sjóðsins og stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Sjóðurinn rekur fjórar fjárfestingarleiðir, eina fyrir samtryggingardeild og þrjár innan séreignardeilda.

Ávöxtun

Ávöxtun Gildis á árinu 2018 var borin upp af innlendum skuldabréfum. Óskráð hlutabréf, bæði innlend og erlend, skiluðu góðri ávöxtun. Ávöxtun annarra eignaflokka var lakari. Vægi erlendra eigna nam 34,6% í árslok 2018, samanborið við 32,8% í árslok 2017. Stefna sjóðsins er að auka vægi erlendra eigna frekar á komandi árum með það að markmiði að auka áhættudreifingu sjóðsins.

 • Hrein nafn- og raunávöxtun fjárfestingarleiða
  Hrein nafn- og raunávöxtun fjárfestingarleiða sjóðsins á árinu 2017
  Hrein nafnávöxtunHrein raunávöxtun
  Samtryggingardeild 52
  Séreign Framtíðarsýn 1 40
  Séreign Framtíðarsýn 2 52
  Séreign Framtíðarsýn 351
 • Ávöxtun eignaflokka

  Ávöxtun sjóðsins á árinu 2018 var borin upp af innlendum skuldabréfum. Óskráð hlutabréf, bæði innlend og erlend, skiluðu góðri ávöxtun. Ávöxtun annarra eignaflokka var lakari.

  Ávöxtun sjóðsins á árinu er borin upp af innlendum skuldabréfum. Óskráð hlutabréf, bæði innlend og erlend, skiluðu góðri ávöxtun. Ávöxtun annarra eignaflokka var lakari.

  *Reiknað af meðalstöðu eigna í upphafi og lok árs.

 • Ávöxtun fjárfestingarleiða á fimm ára tímabili

  „Fimm ára hrein meðalraunávöxtun séreignarfjárfestingarleiðanna þriggja var frá 1,8% (F3) upp í 5,9% (F1). Eins og sjá má hefur raunávöxtun leiðanna þriggja reynst breytileg milli ára, stöðugust hefur hún verið í F3.“

Eignasamsetning

Fjárfestingarstefna

 • Yfirlit
  Fjárfestingarstefnur fjárfestingarleiða
  SamtryggingardeildSéreign Framtíðarsýn 1Séreign Framtíðarsýn 2Séreign Framtíðarsýn 3
  Skuldabréf & innlán54,0%65,0%80,0%100,0%
  Hlutabréf45,0%35,0%20,0%0,0%
  Aðrar fjárfestingar1,0%0,0%0,0%0,0%

  Í fjárfestingarstefnu samtryggingardeildar Gildis fyrir árið 2020 er lagt upp með að lækka hlutfall skuldabréfa með ábyrgð ríkisins um 2 prósentustig, auka hlutfall erlendra hlutabréfa um 1 prósentustig, auka hlutfall skuldabréfa fyrirtækja um 0,5 prósentustig og auka hlutfall veðskuldabréfa um 0,5 prósentustig. Í stefnunni er jafnframt lagt upp með að auka vægi gengisbundinna eigna í 39%, samanborið við 37% samkvæmt fyrri stefnu.

  Gildi – Fjárfestingarstefna 2020

  Fjárfestingarstefna séreignardeilda breytist ekki milli ára að þessu sinni; Framtíðarsýn 1 er að jafnaði með 65% safnsins í skuldabréfum og 35% í hlutabréfum. Í Framtíðarsýn 2 er að jafnaði 80% í skuldabréfum og 20% í hlutabréfum og í Framtíðarsýn 3 eru einungis verðtryggð innlán.

 • Fjárfestingarstefna fjárfestingarleiða yfir tíma
Samtryggingardeild

Samtryggingardeild er stærsta fjárfestingarleið Gildis-lífeyrissjóðs með eignir upp á 561,2 milljarða króna í lok árs 2018. Fjárfestingarstefna samtryggingardeildar er endurskoðuð árlega þar sem aldursdreifing sjóðfélaga, langtímaskuldbindingar og tryggingafræðileg staða er lögð til grundvallar auk mats á stöðu verðbréfamarkaða. Rík áhersla er lögð á traustar, ábyrgar og fjölbreyttar fjárfestingar, almennt til langs tíma.

Séreignardeildir

Séreignardeildir sjóðsins skiptast í þrjár fjárfestingarleiðir og voru eignir þeirra 4,9 milljarðar króna í lok árs 2018. Fjárfestingarstefna fjárfestingarleiða séreignardeilda sjóðsins breytist í grundvallaratriðum ekki milli ára. Sjóðfélagar í séreignardeildum velja á milli þriggja mismunandi fjárfestingarleiða eftir því hvað hentar viðkomandi. Fjárfestingarstefna séreignardeilda tekur mið af því að draga skuli úr vægi áhættusamari fjárfestinga eftir því sem aldur sjóðfélaga færist yfir. Þannig má minnka sveiflur í virði þar til eignasafnið samanstendur eingöngu af verðtryggðum innlánum.