Algengar spurningar
Má ég ráða í hvaða lífeyrissjóð ég greiði?
Í sumum tilfellum getur fólk ráðið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir en í mörgum kjarasamningum er kveðið á um í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi launþegar skulu greiða.
Af hálfu launamanna eiga 10 félög aðild að Gildi. Það eru Bifreiðastjórafélagið Sleipnir, Efling stéttarfélag, Félag hársnyrtisveina, Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélagið Hlíf, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna.