Algengar spurningar
Af hverju greiði ég lífeyrisiðgjald hjá Gildi?
Samkvæmt lögum er öllum launþegum skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar. Greiðslur í lífeyrissjóð hefjast í næsta mánuði eftir 16 ára afmæli og lýkur í þeim mánuði sem 70 árin eru fyllt.
Tíu stéttarfélög eiga aðild að Gildi auk Samtaka atvinnulífsins. Öllum atvinnurekendum með rekstur í þeim starfsgreinum sem stéttarfélögin tíu hafa gert kjarasamning um, er skylt að greiða lífeyrisiðgjöld starfsmanna sinna til samtryggingar Gildis. Óheimilt er að greiða í samtryggingarsjóði annarra lífeyrissjóða.