Gildi merki
Algengar spurningar

Hver er munurinn á verðtryggðu láni og óverðtryggðu láni?

Höfuðstóll verðtryggðs láns er verðtryggður miðað við vísitölu neysluverðs. Það þarf því að verðbæta höfuðstólinn áður en reglulegar afborganir og vextir eru reiknuð út. Ef tekið er dæmi af 10 m.kr. láni þar sem vísitala neysluverðs hækkar um 1% milli gjalddaga, t.d. úr 100 stigum í 101 stig, þá þarf einnig að hækka (verðbæta) höfuðstólinn um 1%. Hann hækkar því úr 10 m.kr. í 10,1 m.kr. áður en vaxta- og afborgunargreiðslur eru reiknaðar.

Höfuðstóll óverðtryggðs láns tekur ekki breytingum í tengslum við vísitölu neysluverðs. Fyrir vikið eru óverðtryggðir vextir hærri en verðtryggðir.

Segja má að verðtryggt lán feli almennt í sér lægri greiðslubyrði en óverðtryggt og hægari eignamyndun.