Algengar spurningar
Hvernig fylgist ég með að iðgjöld skili sér til lífeyrissjóðsins?
Til að tryggja rétt skil á iðgjaldi þarf launþegi að bera saman launaseðla sína og greiðsluyfirlit frá lífeyrissjóðnum. Verði einhver misbrestur geta lífeyrisréttindi glatast. Á sjóðfélagavef Gildis er einnig að finna upplýsingar um öll iðgjöld sem greidd hafa verið í sjóðinn og yfirlit sem sjóðfélagar hafa fengið send.