Gildi merki
Algengar spurningar

Hver er munurinn á almannatryggingakerfinu (Tryggingstofnun) og lífeyrissjóðakerfinu?

Réttindi úr almannatryggingakerfinu tengjast búsetu á Íslandi. Greiðslur koma úr ríkissjóði og eru föst fjárhæð óháð fyrri tekjum lífeyrisþega. Aftur á móti eru greiðslurnar háðar þeim tekjum sem lífeyriþegi kann að hafa samhliða greiðslum frá Tryggingastofnun.

Lífeyrisgreiðslur úr samtryggingardeildum lífeyrissjóða ráðast af áunnum réttindum hvers og eins. Endanleg fjárhæð ræðst af þeim iðgjöldum sem sjóðfélagi greiðir á starfsævinni og af afkomu sjóðsins.

Séreignarsparnaður er valfrjáls þar sem launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur geta greitt viðbót við lögbundið iðgjald. Launþegi sem leggur 2-4% fyrir mánaðarlega af launum sínum fær 2% viðbótarframlag frá vinnuveitanda sem í reynd er þá hrein launauppbót.

Við notum vafrakökur. Ef þú heldur áfram að nota þessa síðu gerum við ráð fyrir að þú samþykkir notkunina.Ég samþykkiNánar