Gildi merki
Algengar spurningar

Hvaða gögn þurfa að fylgja lánsumsókn?

Veðbókarvottorð, fasteignamat og brunabótamat. Sjóðurinn getur útvegað gögn og dregst þá 1.200 kr. kostnaður frá láni.

Nýjar eftirstöðvar áhvílandi lána (ef við á).

Afrit af tryggingabréfum sem hvíla á eigninni (ef við á).

Vottorð um smíðatryggingu og fokheldisvottorð (ef við á).

Kaupsamningur (ef við á).

Greiðslumat (ef við á), ásamt viðeigandi fylgigögnum:

  • Staðfestu afriti af síðasta skattframtali.
  • Staðfestingu á tekjum síðustu þriggja mánaða, þ.m.t. fjármagnstekjum, húsaleigutekjum og föstum bótagreiðslum.
  • Staðfestingu á eftirstöðvum og greiðslubyrði allra skulda.
  • Staðfestingu á föstum greiðslum , t.d. meðlags- og lífeyrisgreiðslum.
  • Veðbókarvottorði fasteigna í eigu lántaka (sjóðurinn getur útvegað gögn og dregst þá 1.200 kr. kostnaður frá láni).
  • Upplýsingum um ábyrgðarskuldbindingar.
  • Upplýsingum um húsaleigugreiðslur.
  • Öðrum gögnum sem varpað geta ljósi á fjárhagsstöðu lántaka.