Algengar spurningar
Get ég átt lífeyrisréttindi í mörgum sjóðum?
Réttur til lífeyris kann að vera hjá fleiri sjóðum en einum. Oftast dugar að sækja um greiðslu ellilífeyris hjá þeim sjóði sem síðast var greitt til. Starfsfólk hans sér um að miðla þeim upplýsingum til annarra sjóða eftir því sem við á.