Algengar spurningar
Verð ég að greiða iðgjald í Gildi?
Tíu stéttarfélög eiga aðild að Gildi auk Samtaka atvinnulífsins. Öllum atvinnurekendum með rekstur í þeim starfsgreinum sem stéttarfélögin tíu hafa gert kjarasamning um, er skylt að greiða lífeyrisiðgjöld starfsmanna sinna til samtryggingar Gildis. Óheimilt er að greiða í samtryggingarsjóði annarra lífeyrissjóða.